Kolmunna dælt um borð í Beiti NK. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonKolmunna dælt um borð í Beiti NK.
Ljósm. Helgi Freyr Ólason
Kolmunnaveiði í færeysku lögsögunni hófst síðari hluta nóvembermánaðar og þessa dagana eru Síldarvinnsluskipin að landa síðustu förmunum fyrir hátíðarnar. Bjarni Ólafsson AK landaði 370 tonnum sl. mánudag en hann þurfti að koma í land vegna smávægilegrar bilunar. Í gær var landað tæpum 1.760 tonnum úr Beiti NK og Börkur NK kom í nótt með 2.200 tonn.
 
Alls hafa 13.250 tonn af kolmunna borist til fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað frá því veiðar hófust í nóvember. Segir Hafþór Eiríksson verksmiðjustjóri að lokið verði við að vinna kolmunnann um helgina.