Sigurður Steinn EinarssonSigurður Steinn Einarsson sjávarútvegsfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá Síldarvinnslunni og mun sinna ýmsum sérverkefnum.  Sigurður er fæddur og uppalinn Norðfirðingur og lauk námi í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri sl. vor. Hann er ekki ókunnur Síldarvinnslunni því hann hefur starfað hjá fyrirtækinu flest  sumur frá árinu 2006. Sigurður starfaði við kennslu í Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar sumarið 2013 og gegndi starfi skólastjóra Sjávarútvegsskóla Fjarðabyggðar sem ýtt var úr vör sl. sumar.

Síldarvinnslan býður Sigurð velkominn til starfa.