Í janúarmánuði ár hvert tekur Creditinfo saman lista yfir
þau fyrirtæki sem teljast hafa skarað fram úr í rekstri á nýliðnu ári. Af rúmlega 32.000 fyrirtækjum sem skráð eru í
hlutafélagaskrá uppfylltu 354 þau skilyrði sem sett eru til að hljóta viðurkenninguna
„Framúrskarandi fyrirtæki 2012“.
Síldarvinnslan var eitt þessara 354 fyrirtækja.