Síldarvinnslan auglýsir nú laus störf gjaldkera og bókara á skrifstofu félagsins í Neskaupstað, auk starfs yfirrafvirkja og starfa í framleiðslu.
Gjaldkeri sér um greiðslu reikninga fyrir öll félög samstæðunnar, bókun á inn-og útgreiðslum og afstemmingar á ölllum bankareikningum. Gjaldkeri sér jafnframt um hluthafa-, skuldabréfa og innheimtukerfi, auk þess að sinna öðrum tilfallandi störfum.
Bókari sér um færslu bókhalds, VSK skil og tekur þátt í afstemmingum og uppgjörsvinnu í samstafi við stafsmenn fjármálasviðs.
Yfirrafvirki er hluti af iðnaðarmannateymi í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og hefur yfirumsjón með allri rafmagnsvinnu í fiskiðjuverinu, fyrirbyggjandi viðhaldi, bilanagreiningum og uppsetningu á nýjum búnaði.
Fyrirtækið vantar einnig fólk til tímabundinna starfa við almenn framleiðslustörf, en í þeim felast ýmis verkefni í vinnslunni, svo sem eftirlit og stýring framleiðslubúnaðar, þrif o.fl. Nánari upplýsingar má finna á www.alfred.is Einnig veitir Hákon Ernuson starfsmannastjóri allar upplýsingar .