
Í flokki stórra fyrirtækja er Síldarvinnslan í fimmta sæti sem framúrskarandi fyrirtæki en Samherji situr þar á toppnum. Dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar, Laxá á Akureyri, er á listanum yfir framúrskarandi fyrirtæki 2014 og þar eru einnig eftirtalin fyrirtæki sem Síldarvinnslan á hlut í: Fjarðanet, G. Skúlason og Runólfur Hallfreðsson.
Eftirtektarvert er að hlutfall framúrskarandi fyrirtækja er hæst á Austurlandi en þar eru 2,57% fyrirtækja metin framúrskarandi. Eins vekur athygli hve mörg sjávarútvegsfyrirtæki raðast í efstu sætin í flokki stórra fyrirtækja en á meðal 20 efstu eru þau tæplega helmingur.