Hákon starfsmannastjóri ásamt glöðum 1.bekkingum í öryggisvestunum. Ljósm. Guðlaug RagnarsdóttirHákon starfsmannastjóri ásamt glöðum 1.bekkingum í öryggisvestunum. Ljósm. Guðlaug RagnarsdóttirHinn 11. nóvember sl. færði Hákon Ernuson starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar 1. bekkingum í Nesskóla gul öryggisvesti með endurskini að gjöf frá fyrirtækinu. Börnin í 1. bekk eru 25 að tölu og ríkti svo sannarlega mikil gleði þegar vestin voru afhent. Einar Már Sigurðarson skólastjóri segir að allir séu þakklátir fyrir þá umhyggju sem börnunum er sýnd með gjöfinni. „Það er svo mikilvægt að auka öryggi barnanna í skammdeginu, ekki síst þegar þau eru á leið í og úr skóla. Vestin gera það að verkum að börnin sjást vel þegar þau eru úti við gangandi eða hjólandi og óneitanlega eru menn rólegri þegar þau eru svona áberandi. Þessi gjöf er lofsvert framtak og vonandi nota börnin vestin sem mest,“ sagði Einar.