Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar tók á móti tæplega 12.000 tonnum af loðnu árið 1969. Ljósm. Jóhann ZoegaFiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar tók á móti tæplega
12.000 tonnum af loðnu árið 1969. Ljósm. Jóhann Zoega
Hér á eftir verður horft hálfa öld aftur í tímann og greint frá starfsemi Síldarvinnslunnar árið 1969. Árið 1969 var hið svonefnda síldarævintýri endanlega liðið undir lok og stóð fyrirtækið á tímamótum. Framleiðslutæki fyrirtækisins hentuðu að miklu leyti fyrst og fremst til síldveiða og vinnslu síldar og því var ljóst að nauðsynlegt var fyrir fyrirtækið að laga sig að nýjum aðstæðum. Árið 1969 er því tímamótaár í sögu Síldarvinnslunnar, en það ár hófst undirbúningur verkefna sem áttu eftir að hafa mikil áhrif. 
    • Árið 1969 barst engin norsk-íslensk síld til fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar. Norðfirsku síldarbátarnir héldu til síldveiða við Hjaltlandseyjar og söltuðu aflann um borð. Síldarsöltunarstöðvarnar Sæsilfur, Drífa og söltunarstöð Síldarvinnslunnar tryggðu sér tvö síldveiðiskip hver; festu stöðvarnar kaup á hausskurðarvélum og var þeim komið fyrir um borð í skipunum sem söltuðu síldina á vegum stöðvanna. Síldarvinnsluskipin Barði og Bjartur söltuðu síld fyrir söltunarstöð fyrirtækisins. Erfiðlega gekk að hausskera og slógdraga síldina á miðunum og því var það fagnaðarefni þegar samningar um sölu á heilsaltaðri síld náðust. Alls voru saltaðar 2425 tunnur af Hjaltlandssíld á vegum Síldarvinnslunnar þetta sumar. Birtingur NK lagði stund á togveiðar og síldveiðar í Norðursjó árið 1969. Ljósm. Guðmundur SveinssonBirtingur NK lagði stund á togveiðar og síldveiðar
      í Norðursjó árið 1969. Ljósm. Guðmundur Sveinsson

 

  • Sumarið 1969 lögðu Síldarvinnslubátarnir Börkur og Birtingur stund á togveiðar og var aflanum landað til vinnslu í hraðfrystihús félagsins. Börkur og Birtingur voru smíðaðir sem síldveiðiskip en búnaði til togveiða hafði verið komið fyrir í þeim árið 1968 þegar síldin var horfin. Í septembermánuði héldu bæði Börkur og Birtingur síðan til síldveiða í Norðursjó en skipin þóttu alls ekki henta til togveiða eftir að hausta tók. 
  • Árið 1969 voru 2098 tunnur af svonefndri Suðurlandssíld saltaðar í Neskaupstað þannig að enn gátu menn upplifað skammvinna söltunarstemmningu.
  • Árið 1969 héldu fimm Norðfjarðarbátar til loðnuveiða sem þá voru eingöngu stundaðar út af suður- og vesturströnd landsins. Fjórir þessara báta voru í eigu Síldarvinnslunnar; Barði, Bjartur, Börkur og Birtingur. Að auki hélt Magnús til loðnuveiða. Alls var landað 11.995 tonnum af loðnu á vertíðinni í verksmiðju Síldarvinnslunnar en þetta var annað árið sem verksmiðjan tók á móti loðnu til vinnslu.
  • Hraðfrystihús Síldarvinnslunnar frysti 1395 tonn af bolfiski á árinu 1969, en auk þess vann fyrirtækið 581 tonn af saltfiski og 200 pakka af skreið.
  • Á árinu 1969 var mikið rætt um stöðu atvinnulífsins í kjölfar hvarfs norsk-íslensku síldarinnar og tóku forsvarsmenn Síldarvinnslunnar mikinn þátt í þeirri umræðu. Umræðurnar snerust að miklu leyti um endurnýjun fiskiskipaflota fyrirtækisins, þannig að það eignaðist skip sem hentuðu til bolfiskveiða. Þá var einnig rætt um hugsanlegar nýjungar á sviði vinnslu sjávarafurða og beindist þá athygli manna einkum að niðurlagningaverksmiðju.Unnið að niðurlagningu í niðurlagningaverksmiðju Síldarvinnslunnar, en undirbúningur að byggingu verksmiðjunnar hófst fyrir alvöru árið 1969. Lengst til hægri er Jóhannes Stefánsson, sem lengi var stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Ljósm. Guðmundur SveinssonUnnið að niðurlagningu í niðurlagningaverksmiðju Síldarvinnslunnar, en undirbúningur að byggingu
    verksmiðjunnar hófst fyrir alvöru árið 1969. Lengst til
    hægri er Jóhannes Stefánsson, sem lengi var
    stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
    Ljósm. Guðmundur Sveinsson
  • Í marsmánuði 1969 ræddi stjórn Síldarvinnslunnar í fyrsta sinn þann möguleika að fyrirtækið festi kaup á skuttogara. Allt þetta ár var unnið að skuttogarakaupum með nýsmíði í huga. Endir málsins varð þó sá að keyptur var notaður togari frá Frakklandi en hann kom ekki til heimahafnar í Neskaupstað fyrr en í árslok 1970. Var þar um að ræða Barða, fyrsta skipið í eigu Íslandinga sem að öllu leyti var byggt og útbúið sem skuttogari.
  • Árið 1969 hóf stjórn Síldarvinnslunnar að fjalla um það af fullri alvöru að fyrirtækið kæmi á fót niðurlagningaverksmiðju, en slík verksmiðja hafði verið til umræðu innan stjórnarinnar frá árinu 1966. Ástæða þess að rætt var um verksmiðjuna af meiri alvöru en áður var sá atvinnuleysisvandi sem steðjaði að eftir hvarf síldarinnar. Ákvörðun var tekin um að koma verksmiðjunni á fót en koma þurfti upp húsnæði fyrir hana og festa kaup á nauðsynlegum vélbúnaði. Niðurlagningarverksmiðjan  tók til starfa snemma árs 1971 og með tilkomu hennar sköpuðust mörg störf og flest þeirra hentuðu konum sem þótti mikilvægt. Í fyrstu var framleiddur sjólax í verksmiðjunni og einnig gaffalbitar.

   

Barði NK, fyrsti skuttogari landsmanna. Árið 1969 hófst umræða í stjórn Síldarvinnslunnar um kaup á skuttogara. Ljósm. Kristinn BenediktssonBarði NK, fyrsti skuttogari landsmanna. Árið 1969 hófst
umræða í stjórn Síldarvinnslunnar um kaup á skuttogara.
Ljósm. Kristinn Benediktsson 
    

Bjartur NK lagði stund á síldveiðar í Norðursjó og loðnuveiðar árið 1969. Ljósm.: Guðmundur SveinssonBjartur NK lagði stund á síldveiðar í Norðursjó og loðnuveiðar árið 1969. Ljósm. Guðmundur Sveinsson

Árið 1969 voru skrifstofur Síldarvinnslunnar í Steininum. Þar var mikið þingað um viðbrögð fyrirtækisins við hvarfi norsk-íslensku síldarinnar. Ljósm. Vilberg GuðnasonÁrið 1969 voru skrifstofur Síldarvinnslunnar í Steininum.
Þar var mikið þingað um viðbrögð fyrirtækisins við hvarfi
norsk-íslensku síldarinnar. Ljósm. Vilberg Guðnason