Það er ávallt lærdómsríkt að skyggnast aftur í tímann og rifja upp söguna. Hér er ætlunin í örstuttu máli að greina frá því hvernig starfsemi Síldarvinnslunnar var háttað árið 1968 eða fyrir hálfri öld. Verum þess ávallt minnug að unnt er að afla sér hagnýtrar þekkingar með því að kynnast sögunni.
 
Árið 1968 rak Síldarvinnslan síldarverksmiðju í Neskaupstað auk þess sem fyrirtækið starfrækti þar fiskvinnslustöð og útgerð. Í flota Síldarvinnslunnar voru þá síldveiðiskipin Barði, Bjartur, Börkur og Birtingur. 
 

Það rauk út síldarverksmiðju Síldarvinnslunnar einungis í fáeina daga sumarið 1968. Ljósm. Garðar Sveinn ÁrnasonSíldveiðiskipið Börkur NK að togveiðum sumarið 1968. Fjær er Júpiter RE. Júpiter hét áður Gerpir NK og var gerður út frá Neskaupstað á árunum 1957-1960. Ljósm. úr safni Kristins BenediktssonaÁrið 1968 var hið svonefnda síldarævintýri endanlega að líða undir lok. Sumarið 1967 lögðu íslensk skip stund á síldveiðar á hafsvæðinu við Jan Mayen en þegar haustaði gekk síldin á vetursetustöðvarnar úti fyrir Austfjörðum og þegar vel viðraði fékkst góður afli á Rauða torginu. Afgerandi breyting varð hins vegar á hegðun síldarinnar árið 1968. Það sumar eltust bátarnir við síldina lengst norður í Dumbshafi en þegar síldin gekk á hefðbundnar vetursetustöðvar í október þétti hún sig ekki og var því ekki veiðanleg í nót.

  • Sumarið og haustið 1968 héldu Norðfjarðarbátar til síldveiða í Norðursjó. Þar á meðal voru Síldarvinnsluskipin Barði og Bjartur. Birtingur hafði reyndar lagt stund á veiðar í Norðursjó um tíma sumarið áður.
  • Síldarverksmiðja Síldarvinnslunnar tók einungis á móti tæplega 3.000 tonnum af síld til vinnslu á árinu 1968. Til samanburðar tók verksmiðjan á móti rúmlega 33.000 tonnum árið 1967 og tæplega 108.000 tonnum árið 1966.
  • Aðeins voru saltaðar 23.300 tunnur af norsk-íslenskri síld í Neskaupstað árið 1968 ef talin er með sú síld sem söltuð var um borð í veiðiskipum og skipað þar á land. Til samanburðar var saltað í tæplega 44.000 tunnur árið 1967 og 53.000 tunnur árið 1966. Söltunarstöð Síldarvinnslunnar saltaði í rúmlega 7.000 tunnur árið 1968.
  • Vegna hinnar lélegu síldveiði árið 1968 var gripið til þess ráðs að útbúa síldveiðiskipin Börk og Birting til togveiða. Þeir fiskuðu ágætlega um sumarið og sköpuðu veiðar þeirra mikla atvinnu í fiskvinnslustöð Síldarvinnslunnar. Þegar hausta tók hentuðu bátarnir síður til þessara veiða og hófust þá umræður um hvort skynsamlegt væri að Síldarvinnslan festi kaup á skuttogara. Alls var unnið úr 887 tonnum af bolfiski í fiskvinnslustöð Síldarvinnslunnar árið 1968 og var það meira en tvöföldun á þeim afla sem unnin hafði verið árið áður. Sumarið 1968 lá ekki mikið á að gera síldartunnurnar klárar til söltunar. Ljósm. Garðar Sveinn Árnason
    Það rauk út síldarverksmiðju Síldarvinnslunnar einungis í fáeina daga sumarið 1968. Ljósm. Garðar Sveinn Árnason
  • Vorið 1968 fyllti hafís Norðfjörð og hafði hann þau áhrif að atvinnulíf fór verulega úr skorðum. Til dæmis komust togveiðibátarnir ekki heim með aflann og þær útgerðir sem ætluðu að senda báta sína til síldveiða gátu ekki komið þeim í slipp í Neskaupstað. Bátarnir lágu í öðrum höfnum og biðu þess að hafísinn hörfaði.
  • Loðna barst fyrst til Neskaupstaðar á loðnuvertíðinni 1968. Þann 21. febrúar það ár kom Börkur með fullfermi og var aflanum landað í síldarverksmiðju Síldarvinnslunnar. Það þóttu nokkur tímamót þegar þessi fyrsti loðnufarmur var tekinn til vinnslu og veltu menn því fyrir sér hvort loðnan gæti að einhverju leyti komið í stað norsk-íslensku síldarinnar sem horfin var af miðunum við landið. Á þessari vertíð lögðu Síldarvinnslubátarnir Börkur og Birtingur stund á loðnuveiðar og lönduðu þeir 7.700 tonnum af loðnu í heimahöfn.

 

 

Síldveiðiskipið Börkur NK að togveiðum sumarið 1968. Fjær er Júpiter RE. Júpiter hét áður Gerpir NK og var gerður út frá Neskaupstað á árunum 1957-1960.  Ljósm. úr safni Kristins BenediktssonarSumarið 1968 lá ekki mikið á að gera síldartunnurnar klárar til söltunar. Ljósm. Garðar Sveinn Árnason

Hafís rekur inn Norðfjörð vorið 1968. Ljósm. Kristinn V. JóhannssonHafís rekur inn Norðfjörð vorið 1968.
Ljósm. Kristinn V. Jóhannsson