Síldarvinnslan er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2018 samkvæmt mati Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Listi yfir Fyrirmyndarfyrirtækin 2018 var birtur í Viðskiptablaðinu 27. september sl. en 3% íslenskra fyrirtækja komast á listann. Forsendurnar sem byggt er á við matið eru eftirtaldar:
- Rekstrarárið 2017 er lagt til grundvallar en einnig er tekið tillit til reksturs á árinu 2016.
- Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
- Tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir kr.
- Eignir þurfa að hafa verið yfir 80 milljónir kr.
- Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.
- Aðrir þættir eru metnir af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Er þar t.d. tekið tillit til skila á ársreikningi og rekstrarforms.
Samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar er Síldarvinnslan í 18. sæti í flokki stórra fyrirtækja þegar framangreindar forsendur eru metnar. Þar kemur til dæmis fram að tekjur fyrirtækisins á árinu 2017 voru rúmlega 23 milljarðar og eignir rúmlega 51,5 milljarður. Eiginfjárhlutfallið var 64%.