Síldarvinnslan hefur fengið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri á árinu 2022 samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Alls fengu 1170 fyrirtæki viðurkenninguna eða 2,3% fyrirtækja í landinu. Fyrirtæki þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að teljast fyrirmyndarfyrirtæki:
- Afkoma þarf að hafa verið jákvæð
- Tekjur þurfa að hafa verið umfram 40 milljónir króna
- Eignir þurfa að hafa verið umfram 80 milljónir króna
- Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%
- Aðrir þættir eru metnir af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Til dæmis skil á ársreikningi og rekstrarform