Athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.  Ljósm. Guðlaugur Birgisson

Síldarvinnslan  hefur tekið á móti rúmlega 108 þúsund tonnum af loðnu á yfirstandandi vertíð þegar löndun úr Berki NK lýkur í Neskaupstað.  Að auki eru Erika, Birtingur NK og Vilhelm Þorsteinsson EA á landleið með góðan afla.

Aflinn skiptist þannig gróflega á milli vinnslueininga fyrirtækisins:

Bræðslur:

 Neskaupstaður 52.000 tonn

 Seyðisfjörður         28.000 tonn

 Helguvík                 11.000 tonn

Fiskiðjuver í Neskaupstað:   17.000 tonn