Illugi Gunnarsson, Hildur Elín Vignir og Gunnþór Ingvason við afhendingu menntaspotans 2015. Ljósm. Hákon ErnusonIllugi Gunnarsson, Hildur Elín Vignir og Gunnþór Ingvason
við afhendingu menntaspotans 2015. Ljósm. Hákon Ernuson
Í gær voru menntaverðlaun atvinnulífsins veitt í annað sinn á Menntadegi atvinnulífsins sem Samtök atvinnulífsins standa að ásamt aðildarfélögum sínum, SFS, SVÞ, SF, SFF, SI, Samorku og SAF. Menntaverðlaunin eru viðurkenning til fyrirtækja sem staðið sig hafa vel á sviði fræðslu- og menntamála. Síldarvinnslan hf. hlaut verðlaunin menntasproti ársins fyrir þróunarstarf og nýsköpun til eflingar menntunar og fræðslu.
 
Á þriðja tug fyrirtækja í fjölbreyttum greinum atvinnulífsins þóttu hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála og hlutu tilnefningu. Verðlaunin voru veitt í tveimur flokkum, annars vegar sem menntafyrirtæki ársins og hins vegar menntasproti ársins. 
 
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri Iðunnar og formaður dómnefndar afhenti verðlaunin og veitti Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. þeim móttöku.