Gunnþór Ingvason og Sigurlaug BjarnadóttirSíldarvinnslan hf. færði í dag íbúum Breiðabliks sem eru íbúðir aldraðra í Neskaupstað, 47" flatskjá að gjöf.  Verið var að lagfæra matsal Breiðabliks og vantaði sárlega sjónvarp þar inn.  Margir af íbúum Breiðabliks hafa tengdst Síldarvinnslunni í gegnum árin og því þótti okkur við hæfi að færa þeim þessa gjöf.

Einnig var Björgunarsveinni Gerpi í Neskaupstað færður fjárstyrkur að upphæð 1.000.000.- til kaupa á nýjum harðbotna gúmmíbát.  Mikið öryggi er í því fyrir Síldarvinnsluna sem og alla bæjarbúa að sveitin sé vel tækjum búin.