Síldarvinnslan hf. hefur fest kaup á Áskeli EA-48 af Gjögri hf. Áskell EA-48 er nóta- og togveiðiskip smíðað í Ulsteinvik, Noregi árið 1987. Skipið er 820 brúttórúmlestir, 57 metrar að lengd og 12,5 metrar að breidd. Aðalvél skipsins er af gerðinni Bergen Diesel 3.000 hestöfl. Skipið verður afhent í næstu viku og fer væntanlega til síldveiða fyrir mánaðarmót. Skipið mun bera nafnið Birtingur NK-119.