Brettin sótt í frystigeymslu SVNSíldarvinnslan hf. ákvað að senda Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 4 bretti af sjófrystum ýsuflökum sem gera 4,2 tonn.  

Með þessu viljum við leggja okkar af mörkum og aðstoða þá sem eru að fara illa út úr þeim áföllum sem á okkar hafa dunið að undanförnu. 

Það er alveg ljóst að margar fjölskyldur eiga erfitt núna og þurfa á aðstoð að halda og því er mikilvægt að við stöndum vörð um hvort annað á þeim tímum sem við erum að ganga í gegnum.

Við viljum hvetja fyrirtæki sem eru aflögufær til að styðja við bakið á góðgerðarstofnunum landsins.

Flytjandi tók að sér að flytja farminn frítt fyrir okkur til Reykjavíkur. Hákon Viðarsson starfsmannastjóri og Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri við bretti