
Síldarvinnslan taldi engin rök fyrir slíkri kröfu enda væri einfaldlega ekki kveðið á um slíkan forkaupsrétt í lögum.
Í dómi héraðsdóms er tekið undir þetta sjónarmið Síldarvinnslunnar og er því þar slegið föstu að forkaupsréttur sveitarfélaga í samræmi við ákvæði laga um stjórn fiskveiða eigi ekki við þegar aflaheimildir séu seldar.
Var Síldarvinnslan því sýknuð af öllum kröfum Hafnarfjarðar auk þess sem bærinn var dæmdur til að greiða málskostnað.