Síldarvinnslan hf. hefur keypt öll hlutabréf í Gullbergi ehf. á Seyðisfirði sem gerir út togarann Gullver NS 12. Samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði.
Áfram verður gert út frá Seyðisfirði og lögð áhersla á að tryggja áframhaldandi framleiðslustörf tengd sjávarútvegi í byggðarlaginu. Fyrir rekur Síldarvinnslan fiskimjölsverksmiðju á Seyðisfirði.
Kaupin eru liður í að styðja við starfsemi Síldarvinnslunnar á Austurlandi. Með því að hafa útgerð og vinnslu á sömu hendi er traustari stoðum skotið undir heilsársstörf og atvinnulíf í byggðarlaginu.
Það hefur verið stefna Síldarvinnslunnar að auka við sig bolfiskheimildir og breikka rekstrargrundvöll félagsins. Megin áhersla síðustu áratugi hefur verið á veiðar og vinnslu uppsjávartegunda. Kaupin á Gullbergi eru í takt við áherslu stjórnenda Síldarvinnslunnar að fjölga grunnstoðum í rekstri félagsins.
Gullver NS 12 er 674 tonna skuttogari, tæplega 50 metra langur og smíðaður í Noregi árið 1983. Aflamark togarans á yfirstandandi fiskveiðiári, 2014-2015, nemur 2.855 þorskígildistonnum.
Kaup þessi eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Nánari upplýsingar veitir
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar
sími: 4707000 / netfang: