Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, afhendir Guðmundi Höskuldssyni, formanni Rotaryklúbbs Neskaupstaðar, framlag fyrirtækisins í söfnunarsjóðinn. Ljósm. Hákon Ernuson

Á aðalfundi Síldarvinnslunnar í gær tilkynnti Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, að fyrirtækið legði átta milljónir króna í snjóflóðasöfnunina í Neskaupstað. Það er Rotaryklúbbur Neskaupstaðar sem stendur fyrir söfnuninni en stefnt er að því að bæta öllum þeim sem urðu fyrir tjóni af völdum snjóflóðsins í Neskaupstað þann 27. mars sl. þann skaða sem flóðið olli og tryggingar bæta ekki.

Það var Guðmundur Höskuldsson, formaður Rotaryklúbbsins, sem veitti styrknum móttöku og upplýsti hann fundarmenn um að söfnunin gengi vel.