Úr fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.  Ljósm. úr safni SVN

Nýverið gekk Síldarvinnslan frá ráðningu um 70 ungmenna til sumarstarfa í Neskaupstað. Um er að ræða ráðningu í tvo starfsmannahópa; annars vegar starfsmenn í fiskiðjuver og hins vegar hóp sem sinnir umhverfisverkefnum.

Til starfa í fiskiðjuverinu voru ráðnir rúmlega 50 starfsmenn og eru flestir þeirra á aldrinum 18-20 ára. Munu þessir starfsmenn stunda vaktavinnu á makríl- og síldarvertíðinni sem hefst í júnímánuði.

 

Í umhverfishópinn voru ráðnir 15 starfsmenn sem eru á aldrinum 17-18 ára. Næg verkefni bíða hópsins en honum er ætlað að sinna tiltekt og fegrun á athafnasvæði Síldarvinnslunnar. Vænta menn þess að verk hópsins verði vel sýnileg þegar líður á sumarið.

Á annað hundrað umsóknir bárust um sumarstörfin en 60% þeirra sem ráðnir voru í fiskiðjuverið eru stúlkur en í umhverfishópnum eru kynjahlutföllin jöfn.