Bergey VE 544 og Vestmannaey VE 444. Ljósm: Guðmundur Alfreðsson
Hæstiréttur sýknaði í dag Síldarvinnsluna hf. af kröfu Vestmannaeyjarbæjar um að ógilda kaup félagsins á öllum hlutabréfum í Bergur-Huginn ehf. Í dómnum er tekið undir sjónarmið Síldarvinnslunnar að forkaupsréttur sveitarfélagsins náði ekki til þessara viðskipta.
„Niðurstaða Hæstaréttar er mjög skýr og í fullu samræmi við afstöðu okkar frá fyrsta degi. Eftir þrjú ár er staðfest að þeir sem komu að þessum viðskiptum störfuðu innan ramma laganna. Kveðið er mjög skýrt á um það að forkaupsréttarákvæði sveitarfélaga snýr eingöngu að fiskiskipum en hvorki aflaheimildum né hlutabréfum. Þessi niðurstaða er góð fyrir Síldarvinnsluna,“ segir Gunnþór Ingvason