Loðnulistaverk skipverja á Berki NK.  Ljósm. Þorgeir Baldursson

Skömmu fyrir páska lauk ágætri loðnuvertíð.  Heildarkvóti á vertíðinni var um 570 þúsund tonn og komu liðlega 463 þúsund tonn í hlut íslenskra skipa.

Öll þrjú loðnuveiðiskip Síldarvinnslunnar öfluðu vel á vertíðinni.  Afli þeirra var sem hér segir:

Börkur NK 28.746 tonn

Beitir NK 27.914 tonn

Birtingur NK 15.134 tonn

Tekið skal fram að Birtingur hóf ekki veiðar fyrr en í byrjun febrúar þegar ákveðið hafði verið að bæta við þann kvóta sem áður hafði verið gefinn út.

Alls tók Síldarvinnslan á móti rúmlega 160 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni ef með eru talin 13.377 tonn af sjófrystri loðnu sem landað var í frystigeymslur fyrirtækisins í Neskaupstað.