Fiskimjölsverksmiðjan í Neskaupstað.Kolmunnavertíðinni er lokið hjá Síldarvinnslunni. Vertíðin var ágætlega heppnuð, almennt fiskaðist vel á miðunum suður af Færeyjum en brælur voru þó óþægilega tíðar. Liðlega eitt hundrað þúsund tonn  af heildarkvótanum kom í hlut íslenskra skipa á vertíðinni. 

Síldarvinnsluskipin Börkur og Beitir lögðu stund á kolmunnaveiðar og var afli þeirra sem hér segir:

 

Börkur NK 8.960 tonn

Beitir NK 10.289 tonn

 

 

Alls tók Síldarvinnslan á móti tæplega 36 þúsund tonnum af kolmunna á vertíðinni ef með eru talin 4.034 tonn af sjófrystum kolmunna sem landað var í frystigeymslur fyrirtækisins í Neskaupstað.

 

Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði tóku alls á móti 31.729 tonnum. Skipting aflans á milli verksmiðjanna var sem hér segir:

 

Neskaupstaður 19.185 tonn

Seyðisfjörður 12.544 tonn