Úr fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. Ljósm. Hákon ViðarssonNú eru hafnar veiðar á íslenskri sumargotssíld vestur af landinu og hafa skipin verið að fá góðan afla á Flákanum, 30-40 mílur vestur af Öndverðarnesi. Beitir er á leiðinni á þessi mið og mun væntanlega hefja veiðar á morgun. Börkur er nú að landa um 250 tonnum af norsk-íslenskri síld í Neskaupstað en mun væntanlega halda til veiða fyrir vestan að löndun lokinni.