Börkur NK að landa í Neskaupstað. Ljósm. Smári GeirssonBörkur NK að landa í Neskaupstað. Ljósm. Smári GeirssonHákon EA kemur til löndunar. Ljósm. Guðlaugur Björn Birgisson
Hákon EA kemur til löndunar.
Ljósm. Guðlaugur Björn Birgisson
 
Það sem af er árinu hafa fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði tekið á móti um 42.600 tonnum af kolmunna. Verksmiðjan í Neskaupstað hefur tekið á móti rúmlega 27.000 tonnum og verksmiðjan á Seyðisfirði tæplega 15.600 tonnum. Síðustu daga hafa kolmunnaskipin komið til löndunar af miðunum suður af Færeyjum en þar hefur aflast þokkalega. Hákon EA landaði 1.640 tonnum í verksmiðjuna í Neskaupstað 29. apríl, Börkur NK landaði 2.200 tonnum sl. laugardag og nú er Margrét EA að landa 2.100 tonnum. Bjarni Ólafsson AK kom til Seyðisfjarðar á laugardag með tæplega 1.700 tonn og í kjölfarið landaði Beitir NK rúmlega 3.000 tonnum.
 
Að sögn verksmiðjustjóranna, Hafþórs Eiríkssonar í Neskaupstað og Gunnars Sverrissonar á Seyðisfirði, gengur bæði löndun og vinnsla á kolmunnanum vel. Segja verksmiðjustjórarnir að um sé að ræða fínustu kolmunnavertíð það sem af er.