Ágæt síldveiði hefur verið á miðunum í Breiðafirði og hafa skipin stoppað stutt á miðunum í hverri veiðiferð. Nánast samfelld vinnsla hefur verið í Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. og fer nær allur aflinn til frystingar.
Í dag landar Háberg um 700 tonnum, Bjarni Ólafsson AK bíður löndunar með um 650 tonn og Börkur NK er væntanlegur á morgun með um 800 tonn.
Bjartur Nk er væntanlegur á mánudaginn.