Síldarskipin hafa aflað ágætlega á síldarmiðunum í Breiðafirði að undanförnu.Birtingur NK landaði um 600 tonnum á Hornafirði á laugardag, Bjarni Ólafsson AK landaði um 800 tonnum um helgina á Norðfirði og Börkur NK landaði í gær um 1.100 tonnum. Margrét EA er væntanleg til Norðfjarðar í fyrramálið með um 1.400 tonn.
Bjartur NK landaði á sunnudag um 75 tonnum af bolfiski, uppistaða aflans var þorskur.Barði NK er að veiðum.