Börkur NK landaði í gær um 500 tonnum af síld sem skipið fékk á miðunum við Hvalbak.  Síldin var blönduð og fór til vinnslu hjá fiskiðjuveri SVN, Börkur NK hélt aftur til veiða í gærkvöldi.
Súlan EA og Bjarni Ólafsson AK eru að veiðum á síldarmiðunum fyrir vestan land.

Barði NK og Bjartur NK eru að veiðum. Bjartur landar á Norðfirði mánudaginn 26. nóvember.