Sigling 2015

               Hópsigling norðfirska flotans á sjómannadegi 2015. Ljósm: Guðlaugur B. Birgisson

Fyrst var haldið upp á sjómannadaginn hér á landi árið 1938. Í Neskaupstað var hins vegar dagurinn fyrst haldinn hátíðlegur árið 1942 og voru það ýmis félagasamtök í bænum sem stóðu fyrir hátíðarhöldunum. Dagskrá hátíðarhaldanna í Neskaupstað árið 1942 mörkuðu að miklu leyti þá megindrætti sem einkenndu hátíðarhöldin um árabil. Í fyrsta lagi var efnt til hópsiglingar norðfirska flotans. Í öðru lagi fór fram sýning björgunartækja og björgunar í stól. Í þriðja lagi var efnt til kappróðurs. Í fjórða lagi var samkoma í skrúðgarðinum með ræðuhöldum og fjölbreyttri dagskrá. Í fimmta lagi var minningarathöfn við leiði óþekkta sjómannsins í kirkjugarðinum. Í sjötta lagi íþróttakeppni á íþróttavellinum og í sjöunda lagi dansleikur um kvöldið. Strax á árinu 1943 var útisamkoman í skrúðgarðinum flutt að sundlauginni sem einmitt var tekin í notkun það ár. Við sundlaugina fóru fram ræðuhöld, tónlistarflutningur, koddaslagur, stakkasundskeppni og fleira. Síðar var reiptogið einnig flutt að sundlauginni.

Róður 2016

Kappróður 2016. Ljósm: Guðlaugur B. Birgisson            

    Dagskrá sjómannadagsins höfðaði vel til íbúa bæjarins, ekki síst barnanna. Það var ævintýri fyrir þau að sigla með bátunum í hópsiglingunni og það var svo sannarlega spennandi að fylgjast með kappróðrinum svo ekki sé talað um koddaslaginn og reiptogið.

                Á árinu 1945 var ákveðið að sjómannadagsráð Neskaupstaðar yrði einungis skipað fulltrúum sjómanna og útvegsmanna og var svo um langt skeið. Undanfarna áratugi hefur ráðið að mestu verið skipað áhugamönnum um hátíðarhöldin og í þeim hópi hafa verið starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja og fyrrverandi sjómenn. Hafa hátíðarhöldin vaxið að umfangi og undanfarna áratugi hafa þau gjarnan staðið yfir í fjóra daga. Hefur sjómannadagsráð oft fengið félagasamtök til liðs við sig svo hátíðarhöldin geti verið sem glæsilegust.

reipitog 2016

Reiptog við sundlaugina á sjómannadegi 2016. Ljósm: Guðlaugur B. Birgisson

                Hér fylgir dagskrá sjómannadagshátíðarhaldanna um komandi helgi og kennir þar ýmissa grasa:

Hátíðarhöld Sjómannadagsins í Neskaupstað

2017

 

Fimmtudagur 8.júní

kl. 18:30-              Pizzahlaðborð í Capitano

kl. 20:30-21:30     Happy Hour   á Kaupfélagsbarnum opið til 01:00

kl. 22:00-              Egilsbúð  Brján ROCKNES,aldurstakmark 18 ár. Verð 2.500

Föstudagur     9.júní

kl. 10:00               Miðbærinn skreyttur og fánar dregnir að húni.

kl. 20–23.00         Unglingaball í Atóm

kl. 22:00-             Egilsbúð, Steinar og Bjarni, aldurstakmark 18 ár. Verð 2.500

kl. 23:00-01:00     Kaupfélagsbarinn opin

           

Laugardagur  10.júní

kl. 10:00               Myndlistasýning í Nesbæ kaffihúsi

kl.10:00-12:00      Hópsigling Norðfirska flotans – allir velkomnir – talsamband á rás 12

                             Smábátaeigendur eru hvattir til þátttöku á bátum sínum. Börn skulu vera í fylgd fullorðinna.

kl. 11:30-13:30     „Bröns“ í Hotel Capitano

kl. 13:00               Sjóva Kvennahlaup ÍSÍ farið frá Nesbæ kaffihúsi

kl. 13:00-15:00     Hoppikastalar á bryggju neðan við kirkjuna , sjá nánar á  http://www.hopp.is

kl. 14:00               Kappróður

kl. 23:00-01:00     Kaupfélagsbarinn opin

kl. 23.00-03:00    Egilsbúð, Danshljómsveit Friðjóns Jóhannsonar  aldurstakmark 18 ár. Verð 2.500 kr

           

Sunnudagur    11.júní

kl. 09:00               Sjómannadagsmót GN og Gjögurs á Norðfjarðarvelli

kl. 09:30               Skip og bátar draga íslenska fánann að húni –bæjarbúar flaggi sem víðast.

kl. 11:00               Dorgveiðikeppni 12 ára og yngri – skráning við Jósafatsafn

    Allir þátttakendur skulu vera í björgunarvestum og mæta vel fyrir tímann.

kl. 12:00               Grillveisla að hætti Jóns Gunnars í boði SVN og Fellabakarís

kl. 11:30-14:00              3 rétta Sjómannadagsmatseðill á 6900 kr í tilefni dagsins á Hildibrand Hótel

kl. 14:00               Hátíðarmessa í Norðfjarðarkirkju.

Séra Sigurður Rúnar Ragnarsson. Kór Norðfjarðarkirkju syngur. Að messu lokinni verður lagður blómsveigur við minnisvarðann um óþekkta sjómanninn í kirkjugarðinum

kl. 14:30 -18:00             Kaffisala Gerpis að Nesi   Allur ágóði rennur til björgunarstarfa sveitarinnar.

kl. 15:00               Leikfélagið Djúpið með andlitsmálingu og fleira fyrir börnin á bílastæði við sundlaug

kl. 15:30               Hátíðardagskrá við sundlaugina: 

  •           Heiðrun.
  •           Björgunarbátasund áhafna.
  •           Reiptog, koddaslagur, skráning hjá Halla Egils. 6611790.
  •           Verðlaunaafhendingar.

kl. 18:00-              3 rétta Sjómannadagsmatseðill á 6900 kr í tilefni dagsins á Hildibrand Hótel             

                        Hvetjum alla sem hlotið hafa heiðursmerki Sjómannadagsins til þess að bera það.

 

Sjómannadagsráð Neskaupstaðar og samstarfsaðilar:

Bjsv Gerpir, Haki, Sún, SVN, G. Skúlason og Hafnarsjóður Fjarðabyggðar.                     

Allar fyrirspurnir vinsamlegast sendar á  

Kaupið merki dagsins!