Hver krakkahópurinn á fætur öðrum kom í heimsókn á skrifstofur Síldarvinnslunnar í dag og söng af innlifun fyrir starfsfólkið. Gjarnan voru krakkarnir klæddir í skrautlega búninga og lögin sem sungin voru virtust vel æfð. Kennarar Nesskóla fylgdu hópunum og það var glatt á hjalla. Fyrir heimsóknina þáði unga fólkið harðfiskpoka að gjöf enda eðlilegt að sjávarútvegsfyrirtæki gefi sælgæti úr hafinu.
Það er ávallt hressandi og upplífgandi að fá heimsóknir sem þessar og hér fylgja með myndir sem teknar voru í dag og sýna hressa og káta krakka í góðu öskudagsstuði.