Börkur NK og Margrét EA lönduðu síld til vinnslu í vikunni.  Margrét EA um 1.300 tonnum og Börkur NK um 1.000 tonnum.  Aflinn er unnin í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar og lýkur vinnslu á síld þetta árið væntanlega  í kvöld.

Bjartur NK landaði á þriðjudag um 60 tonnum og er væntanlegur til löndunar á morgun. Barði NK er einnig væntanlegur á morgun.

Skip Síldarvinnslunnar verða í höfn um og á milli hátíða.