Gullver 2 jan 2019 OB

Gullver NS er fyrsta Síldarvinnsluskipið sem heldur til veiða á nýju ári. Ljósm: Ómar Bogason

                Nú að loknum jólum og áramótum halda skip Síldarvinnslunnar og dótturfélagsins Bergs-Hugins brátt til veiða. Gert er ráð fyrir að ísfisktogarinn Gullver NS láti úr höfn á Seyðisfirði klukkan tvö í dag og skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Vestmannaey VE og Smáey VE, hefji veiðar á laugardag. Verið er að taka upp aðalvél frystitogarans Blængs NK og mun hann ekki halda á miðin fyrr en 10. janúar.

                Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær uppsjávarskipin Beitir NK, Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK halda til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni en veðurspá fyrir kolmunnamiðin er ekki góð.