Gert er ráð fyrir að ísfisktogarar Síldarvinnslunnar og Bergs-Hugins haldi til veiða í kvöld eða fyrramálið. Gert er ráð fyrir að lægji með nóttinni og þá skapist einhver friður til veiða. Frystitogarinn Blængur NK hélt til veiða frá Hafnarfirði í gær.
Kolmunnaskipin hafa hafið veiðar austur af Færeyjum en þau höfðu leitað vars vegna veðurs. Börkur NK fór út í gærdag og Beitir NK í gærkvöldi. Bjarni Ólafsson AK er einnig kominn á miðin að lokinni löndun. Að sögn Sigurðar Valgeirs Jóhannessonar, stýrimanns á Beiti, er komið ágætis veður á miðunum en það er rólegt yfir veiðinni. Segir hann að öll íslensku kolmunnaskipin séu að toga á 20 fermílna svæði. „Það hefur verið rysjótt tíðin hérna að undanförnu og veiðarnar hafa gengið í samræmi við það,“ segir Sigurður.