Norðfjarðarhöfn var full af skipum yfir sjómannadagshelgina. Ljósm: Smári GeirssonNorðfjarðarhöfn var full af skipum yfir sjómannadagshelgina. Ljósm. Smári GeirssonÍsfiskogarar Síldarvinnslunnar og Bergs-Hugins héldu til veiða í gær að aflokinni sjómannadagshelgi. Gullver NS sigldi frá Seyðisfirði síðdegis í gær og Vestmannaeyjarskipin, Bergey VE og Vestmannaey VE, losuðu festar strax eftir hádegi í gær. Gert er ráð fyrir að Vestmannaeyjaskipin landi  nk. fimmtudag.
 
Frystitogarinn Blængur NK hélt til Barentshafsveiða í gær en ráðgert er að veiðiferðin taki 40 daga.
 
Uppsjávarskipin Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK liggja enn í Norðfjarðarhöfn ásamt grænlenska skipinu Polar Amaroq en ráðgert er að Börkur og Bjarni Ólafsson haldi til kolmunnaveiða í færeyskri lögsögu í kvöld. Beitir NK er í slipp á Akureyri.
 
Bergey VE heldur til veiða í gær. Vestmannaey VE sigldi strax í kjölfarið. Ljósm. Guðmundur AlfreðssonBergey VE heldur til veiða í gær. Vestmannaey VE sigldi strax í kjölfarið. Ljósm. Guðmundur Alfreðsson