Floti Síldarvinnslunnar kominn að landi fyrir sjómannadag. Ljósm. Hákon Viðarsson.Öll skip Síldarvinnslunnar eru komin til hafnar í Neskaupstað og munu áhafnir þeirra að sjálfsögðu taka þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins sem hefjast í dag. Beitir  landaði fullfermi af kolmunna, 2100 tonnum, sl. miðvikudag og Börkur landaði einnig fullfermi af kolmunna, 2500 tonnum, á Seyðisfirði í gær. Þriðja kolmunnaveiðiskipið, Birtingur, kom til hafnar í Neskaupstað í gær með 1000 tonn. Ísfisktogarinn Bjartur kom til löndunar með 103 tonn sl. miðvikudag og var uppistaða aflans þorskur og ufsi. Frystitogarinn Barði kom síðan að landi í gær með afla að verðmæti 98 milljónir króna. Aflinn var 210 tonn upp úr sjó og var meirihluti hans grálúða.