Gullver NS. Ljósm. Ómar Bogason

Starfsmenn Síldarvinnslunnar og dótturfélaga komu til landsins að lokinni árshátíðarferð til Póllands sl. mánudag og þriðjudag. Togararnir hafa þegar haldið til veiða en veiðar á síld munu hefjast um helgina. Gullver NS hélt til veiða frá Seyðisfirði þegar á mánudagskvöld og landaði 70 tonnum í gær í heimahöfn. Frystitogarinn Blængur NK lét úr höfn í Neskaupstað á þriðjudagskvöldið. Vestmannaeyjaskipin, Vestmannaey VE og Bergur VE, sigldu á miðin aðfaranótt miðvikudags. Gert er ráð fyrir að Beitir NK haldi til síldveiða austur af landinu en Börkur NK mun væntanlega veiða íslenska sumargotssíld vestur af landinu. Barði NK verður bundinn við bryggju næstu daga en farið verður í upptekt á ljósavél í skipinu.