Öll skip Síldarvinnslunnar hafa hafið veiðar á nýju ári að Berki og Birtingi undanskildum. Börkur liggur í höfn í Neskaupstað þar sem unnið er að því að koma fyrir búnaði til að dæla afla um borð frá skut en Birtingur bíður þess að taka þátt í kolmunna- eða loðnuveiðum ef þörf krefur. Ísfisktogarinn Bjartur hélt til veiða á föstudag og mun væntanlega koma til löndunar á morgun. Beitir hélt til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni á laugardagsmorgun og hefur þegar tekið sitt fyrsta hol. Frystitogarinn Barði lagði úr höfn á laugardag og hefur aflað vel í upphafi veiðiferðar.