Skip Síldarvinnslunnar hafa verið að halda til veiða eftir sjómannadag. Ísfisktogarinn Bjartur lét úr höfn í gær og kolmunnaveiðiskipin Börkur og Beitir einnig. Frystitogarinn Barði mun halda til úthafskarfaveiða í dag. Kolmunnaveiðiskipið Birtingur mun ekki halda til veiða fyrr en fréttir berast af miðunum.
Alls eiga kolmunnaveiðiskip Síldarvinnslunnar eftir að veiða 15.600 tonn af kvóta yfirstandandi vertíðar en það þýðir að skipin eigi 2-3 veiðiferðir eftir.