Skipstjórar á hinum nýja Berki verða þeir Sturla Þórðarson og Hjörvar Hjálmarsson. Sturla var áður skipstjóri á Berki en Hjörvar á Beiti. Skipstjórar á hinum nýja Beiti verða Hálfdan Hálfdanarson og Tómas Kárason. Hálfdan var áður skipstjóri á Beiti en Tómas var stýrimaður á Berki auk þess sem hann var skiptjóri á Birtingi á síðasta ári þegar hann var nýttur til loðnu- og makrílveiða.
Auk Barkar og Beitis er Birtingur gerður út til loðnuveiða þessa dagana. Skipstjóri á honum er Sigurbergur Hauksson.