Bræla hefur verið á miðunum um helgina og komu skipin flest í land á laugardag.

Börkur NK kom með 500 tonn og er verið að frysta upp úr honum núna.

Beitir NK var í landi um helgina.

Vilhelm EA landaði 1.200 tonnum í bræðslu aðfaranótt sunnudags.

Erika landaði um 900 tonnum á eftir Vilhelm.