
Skoðunarferðirnar eru eftirtaldar:
- Skoðunarferð um gamla bæinn í Gdansk. Farið með rútu frá hóteli og gengið um gamla bæinn með enskumælandi leiðsögumanni, en íslenskur fararstjóri verður með í ferðinni til stuðnings. Gamli bærinn er heillandi og verður margt skoðað t.d. St. Mary´s Basilica (stærsta múrsteinskirkja í heimi), Neptune styttan og gosbrunnurinn, Gullna hliðið, Artus Court og höllin í Gdansk. Þá verður gengið meðfram ánni og þannig ættu allir að fá tilfinningu fyrir þessari sögufrægu borg. Þátttakendum verður síðan skilað aftur heim á hótel en unnt verður að vera eftir í Gdansk og njóta dagsins. Mælt er með að fólk skoði Solidarity Center Museum ef það verður eftir í borginni. Verð: 3.900 kr.
- Safnaferð. Farið verður með rútu frá hóteli að hinu fræga safni um síðari heimsstyrjöldina, en safnið er eitt af helstu kennileitum Gdansk. Gera má ráð fyrir að skoðunarferð um safnið taki 2-3 klukkustundir. Í ferðinni verður enskumælandi leiðsögumaður og íslenskur fararstjóri til stuðnings. Þátttakendum verður skilað aftur heim á hótel. Verð: 4.900 kr.
- Skoðunarferð í Malbork kastalann. Farið verður með rútu frá hótelinu og Malbork kastali skoðaður. Kastalinn er einn stærsti múrsteinskastali í Evrópu og er hann skammt suðaustur af Gdansk. Það er mikil upplifun að skoða kastalann sjálfan og umhverfi hans ásamt því að hlýða á sögulegan fróðleik. Í ferðinni er enskumælandi leiðsögumaður og íslenskur fararstjóri til stuðnings. Þátttakendum verður skilað aftur heim á hótel að ferð lokinni. Verð: 4.900 kr.
Eru allir þeir sem hyggjast nýta þessi tilboð um skoðunarferðir hvattir til að skrá sig fyrir 20. nóvember.