Verkleg kennsla fór fram um borð í skipunum. Ljósm. Óskar Pétur FriðrikssonVerkleg kennsla fór fram um borð í skipunum.
Ljósm. Óskar Pétur Friðriksson
Í síðustu viku var gert hlé á veiðum Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE og settust áhafnir skipanna á skólabekk í tvo daga. Þrír leiðbeinendur frá Slysavarnaskóla sjómanna voru komnir til Eyja og önnuðust kennsluna, en um var að ræða svonefnt fimm ára endurmenntunarnámskeið. Sjómennirnir hlýddu á fyrirlestra og síðan fór verulegur hluti verklegu kennslunnar fram í þeirra eigin skipum sem er ótvíræður kostur. Kennsla af þessu tagi er afar mikilvæg og ekki veitir af að rifja upp kunnáttuna með reglulegu millibili.
 
Útgerðarfélagið Bergur-Huginn er Slysavarnaskólanum afar þakklátt fyrir að bjóða upp á umrætt námskeið í Eyjum og tókst námskeiðið vel í alla staði. 
 
Áhafnir Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE ásamt  leiðbeinendum að loknu námskeiði. Ljósm. Óskar Pétur FriðrikssonÁhafnir Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE ásamt leiðbeinendum að loknu námskeiði.
Ljósm. Óskar Pétur Friðriksson