Þokkaleg veiði hefur verið hjá kolmunnaskipunum á miðunum vestur af Írlandi þegar veður gefur.
Börkur NK, Margrét EA, Vilhelm Þorsteinsson EA og Hákon EA eru allir á landleið og landa afla sínum á Norðfirði og Seyðisfirði.
Birtingur NK er að gulldepluveiðum suður af Vestmannaeyjum, en hann landaði um 600 tonnum af henni í Helguvík á mánudaginn.

Barði NK er að veiðum og Bjartur NK tekur þátt í árlegur vorralli Hafró og skipið nú rúmlega hálfnað með sínar togstöðvar.