Smíðin á Vestmannaey gengur samkvæmt áætlun. Ljósm. Guðmundur AlfreðssonSmíðin á Vestmannaey gengur samkvæmt áætlun.
Ljósm. Guðmundur Alfreðsson
Smíðin á Vestmannaeyjarskipunum Vestmannaey og Bergey í Aukra í Noregi gengur samkvæmt áætlun, en skipin eru hluti af sjö skipa raðsmíðaverkefni sem íslensk útgerðarfyrirtæki sömdu um við fyrirtækið Vard. Gert er ráð fyrir að Vestmannaey verði afhent útgerðarfélaginu Bergi-Hugin, dótturfélagi Síldarvinnslunnar, í júnímánuði nk. en Bergey nokkru síðar.
 
Í Vestmannaey er vinna í vélarúmi langt komin, byrjað að setja upp veggi í klefum áhafnar og langt komið með að klæða lestina. Í reynd er unnið alls staðar í skipinu og mikið um að vera á flestum stöðum. Í næstu viku mun suðuvinnu ljúka við skipið utanvert en föstudaginn 5. apríl er ráðgert að skipið verði dregið út úr húsi. Þegar út verður komið verður tjaldað yfir skipið og síðan unnið við sandblástur og þrif áður en kemur að málningarvinnunni. Sjósetning er síðan áformuð 26. apríl. Eftir sjósetningu verður síðan unnið við að ganga frá ýmsum búnaði og prófa hann.
 
Smíðin á Bergey er ekki eins langt komin enda á að afhenda skipið síðar eins og fyrr greinir.
 
Eftirlitsmaður með smíði skipanna hjá Vard er Baldur Kjartansson vélfræðingur og honum til aðstoðar er Marius Petcu.
Baldur Kjartansson og Marius Petcu hafa eftirlit með smíði skipanna. Ljósm. Guðmundur AlfreðssonBaldur Kjartansson og Marius Petcu hafa eftirlit með smíði skipanna.
Ljósm. Guðmundur Alfreðsson