Undanfarnar 2 vikur hefur farið fram spurningakeppni fyrirtækjanna í bænum. Keppnin er haldin af 9. bekk Nesskóla í fjáröflunarskyni og hefur verið hin skemmtilegasta og svolítið í anda sjónvarpsþáttarins Útsvars.
Síldarvinnslan hf. sendi frá sér 3 lið í keppnina, frá skrifstofu, bræðslu og fiskiðjuveri. Lið okkar veittu öll keppinautum sínum harða samkeppni en því miður komst ekkert þeirra áfram.
Meðfylgjandi myndir tók Guðlaugur Birgisson.