Frystar afurðir lestaðar í Neskaupstað. Ljósm. Þórhildur Eir SigurgeirsdóttirÍ októbermánuði síðastliðnum fóru samtals 13.500 tonn af frystum afurðum úr frystigeymslum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Langstærstur hluti afurðanna var makríll og norsk-íslensk síld. Alls lestuðu 7 flutningaskip um 12.000 tonn úr geymslunum og að auki voru um 1.500 tonn flutt á brott landleiðis í gámum og með flutningabílum. Heimir Ásgeirsson yfirverkstjóri í frystigeymslunum segir að októbermánuður hafi verið stærsti mánuður ársins hvað varðar útflutning á frystum afurðum úr frystigeymslum Síldarvinnslunnar. Jafnframt upplýsir hann að langmest af afurðunum þennan mánuðinn hafi verið flutt til kaupenda í Austur-Evrópu.