Austurbrú býður upp á námskeið sem ætlað er fólki sem vill undirbúa starfslok og vinna að því að aðlaga sig breyttu lífsmynstri. Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um lífeyrismál, tryggingamál og áhrif starfsloka á líðan.

Námskeiðið verður haldið í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði hinn 24. mars kl. 16.30-20. Skráning fer fram á austurbru.is. Námskeiðið er öllum opið en verður aðeins kennt ef næg þátttaka fæst. Starfsfólk Síldarvinnslunnar, sem vill sækja námskeiðið, getur gert það sér að kostnaðarlausu. Frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Úrsúla Manda Ármannsdóttir, sími 470 3832/