Nokkrir góðir á spjalli í VilniusStarfamannafélag fiskiðjuversins fór þann 29. ágúst til Vilnius í Litháen og var farið með beinu flugi frá Egilsstöðum. Gist var á Novotel hótelinu sem er staðsett á besta stað í miðbænum. Veðrið lék við félagsmenn allan tímann og ekki skemmdi að góða skapið var með í för. Farnar voru skoðunarferðir um Vilnius, Kaunas og Trakai.
Matarmenning innfæddra er einstaklega bragðmikil og verðið kom skemmilega á óvart. Eftir mjög góða daga var haldið heim þann 4. september, frábær ferð sem gleymist seint.