Framundan eru starfsmannafundir á öllum starfsstöðvum Síldarvinnslunni um öryggi og heilsu. Hákon Ernuson, starfsmannastjóri og Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri, munu reyna að hitta sem flest starfsfólk næstu vikurnar til að ræða þessi miklvægu mál.

„Við höfum ákveðnar áhyggjur af okkar fólki. Þetta eru búnir að vera skrítnir tímar og mikið álag á fólki á löngum vertíðum“, segir Sigurður. „Við fengum samanteknar niðurstöður úr heilsufarsskoðunum frá Sjómannaheilsu núna á dögunum og það er ljóst að staðan er síst betri hjá okkur en hjá þjóðinni almennt. Við erum því að skoða hvað við getum gert til að stuðla að bættri heilsu starfsfólks. Við ætlum m.a. að kynna þessar niðurstöður og safna hugmyndum frá starfsmönnum um mögulegar aðgerðir. Við ætlum líka að ræða öryggismálin, en við erum enn að sjá of mörg slys og óhöpp í starfseminni. Það er gott að geta farið að halda svona fundi aftur og sjá framan í fólk, en við höfum takmarkað mjög samskipti á milli deilda vegna heimsfaraldursins. Nú ætlum við að girða okkur í brók í samskiptum og fræðslu fyrir fólkið okkar og okkur hlakkar til að hitta sem flesta og ræða málin“, segir Sigurður að lokum.