Hvernig á að byggja upp heilbrigðan vinnustað ?

Fiskidjuverid  juli 2014 HV

Síldarvinnslan heldur starfsmannafund í Egilsbúð í Neskaupstað mánudaginn 6. júní og hefst hann kl. 10. Fundurinn er haldinn í tengslum við endurskoðun starfsmannastefnu fyrirtækisins en Síldarvinnslan hefur það markmið að vinnustaðir fyrirtækisins einkennist af vellíðan starfsfólks og öryggi. Jafnframt er það ótvírætt markmið að útrýma öllum neikvæðum þáttum á borð við einelti.

                Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Starfsánægja og velferð. Af hverju þarf að ræða það ? Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri
  • Lífsánægja og starfsumhverfi sjómanna. Salóme Rut Harðardóttir íþrótta- og heilsufræðingur
  • Starfsandi og liðsheild. Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur
  • Jákvæð samskipti á vinnustað, gleði og húmor. Edda Björgvins leikkona
  • Starfsmannastefna Síldarvinnslunnar. Hvað ætlar Síldarvinnslan að gera til að byggja upp heilbrigðan vinnustað? Hákon Ernuson starfsmannastjóri
  • Tónlist.

                               Boðið verður upp á veitingar á fundinum