Í byrjun árs var tilkynnt að næsta starfsmannahátíð Síldarvinnslunnar yrði haldin í Gdansk í Póllandi 14. nóvember nk. Margt hefur breyst frá því að þetta var tilkynnt og hefur covid 19 faraldurinn raskað fjölmörgum áformum og þá ekki síst haft áhrif á ferðalög fólks. Nú hefur verið ákveðið að fresta starfsmannahátíðinni um eitt ár, en vonandi verður þá öll röskun sem covid 19 hefur valdið liðin hjá. Því er gert ráð fyrir að starfsmannahátíðin fari fram í nóvembermánuði 2021. Nánari upplýsingar um væntanlega starfsmannahátíð munu birtast hér á heimasíðunni á nýju ári.